• mán. 14. mar. 2011
  • Leyfiskerfi

7 félögum veitt þátttökuleyfi

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Leyfisráð fundaði í hádeginu í dag, mánudag, fór yfir leyfisgögn og tók ákvörðun um að veita 7 félögum þátttökuleyfi.  Áður hafði 13 félögum verið veitt leyfi á fundi ráðsins 8. mars síðastliðinn. 

Félög sem fengu þátttökuleyfi:

  • Fjölnir
  • Grótta
  • ÍBV
  • Keflavík
  • KR
  • Valur
  • Víkingur R.

Fundi var frestað vegna ákvarðanatöku um fjögur félög - BÍ/Bolungarvík, Fylkir, HK og Hauka.  Leyfisráð kemur aftur saman í hádeginu á fimmtudag og tekur þá lokaákvörðun vegna þeirra félaga. 

Nokkur félög fengu ábendingar vegna nýrra greina í leyfisreglugerðinni, en gefin er árs aðlögun áður en þær greinar verða keyrðar af fullum krafti.  Annars vegar er um að ræða kröfu um menntun aðstoðarþjálfara í yngri flokkum og hins vegar kröfu um menntun yfirþjálfara yngri flokka, sem var hækkuð úr KSÍ-B í KSÍ-A.  Félögunum var bent á að menntun þjálfara verður skilyrðislaust að uppfylla allar kröfur eins fljótt og mögulegt er, miðað við framboð KSÍ á námskeiðum.

ÍBV, Keflavík og Fjölnir uppfylltu ekki kröfu um menntun þjálfara yngri flokka og gerir leyfisráð tilögu til aga- og úrskurðarnefndar um að félögin verði beitt viðurlögum í samræmi við 8. grein leyfisreglugerðarinnar.