Þrettán þátttökuleyfi gefin út á fyrsta fundi leyfisráðs
Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2011 fór fram á þriðjudag. Ráðið fór yfir leyfisgögn allra félaga og tók ákvörðun um að veita 13 umsækjendum af 24 þátttökuleyfi.
Félög sem fengu þátttökuleyfi:
- Breiðablik
- FH
- Fram
- Grindavík
- ÍA
- ÍR
- KA
- Leiknir R.
- Selfoss
- Stjarnan
- Víkingur Ól.
- Þór
- Þróttur R.
Ákveðið var að gefa öðrum félögum frest til hádegis mánudaginn 14. mars til að klára útistandandi atriði, en þá kemur leyfisráð saman að nýju. Þessi félög eru eftirtalin: Fylkir, Víkingur R., Valur, KR, Keflavík, ÍBV, Haukar, BÍ/Bolungarvík, Fjölnir, Grótta og HK.
Nokkur félög fengu ábendingar vegna nýrra greina í leyfisreglugerðinni, en gefin er árs aðlögun áður en þær greinar verða keyrðar af fullum krafti. Annars vegar er um að ræða kröfu um menntun aðstoðarþjálfara í yngri flokkum og hins vegar kröfu um menntun yfirþjálfara yngri flokka, sem var hækkuð úr KSí-B í KSÍ-A. Félögunum var bent á að menntun þjálfara verður skilyrðislaust að uppfylla allar kröfur eins fljótt og mögulegt er, miðað við framboð KSÍ á námskeiðum.
Þá var þeim tilmælum beint til nokkurra félaga að fylgjast með endurmenntun þjálfara sinna vegna útrunninna þjálfaraskírteina.