Byrjunarlið Íslands í úrslitaleiknum á Algarve
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum kl. 17:00 á morgun. Um er að ræða sjálfan úrslitaleikinn á Algarve Cup og er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland kemst svo langt á þessu geysisterka móti. Mótherjarnir úr Vesturheimi eru hinsvegar að leika í ellefta skiptið til úrslita í þessari keppni og þar af er þetta níunda keppnin í röð þar sem þeir leika úrslitaleikinn. Bandaríkin hafa unnið þessa keppni alls sjö sinnum og eru núverandi handhafar titilsins.
Hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á Facebooksíðu KSÍ en traustir heimildarmenn á staðnum munu sjá til þess að fréttirnar berist þangað hratt og örugglega.
Ein breyting er á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik en Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur í markið í stað Þóru Helgadóttur.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir
Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir