• fös. 04. mar. 2011
  • Dómaramál

Landsdómararáðstefna fer fram um helgina

Valentin Ivanov
Valentin-Ivanov

Um helgina fer fram árleg landsdómararáðstefna sem er hluti af undirbúningi dómara fyrir komandi keppnistímabil.  Dómarar hafa verið við æfingar frá því 1. nóvember undir stjórn Egils Eiðssonar en auk þess hafa kennarar og nemendur úr Háskólanum í Reykjavík komið að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti..

Að þessu sinni fer landsdómararáðstefnan fram í Reykjavík og Úthlíð í Biskupstungum.  Sérstakur gestafyrirlesari á ráðstefnunni að þessu sinni er Rússinn Valentin Ivanov, fyrrum dómari  og núverandi dómaraleiðbeinandi hjá UEFA.  Hann mun m.a. sjá um verklegar æfingar fyrir aðstoðardómara, fara yfir dómgæslu á HM frá í fyrra og mun halda fyrirlestur um "Leikstjórn" (Match Management).  Dómararnir munu einnig gangast undir skriflegt próf sem og að dómararnir sjálfir munu halda erindi á ráðstefnunni.