• mið. 02. mar. 2011
  • Landslið
  • Dómaramál

Japanskur dómari á leik Íslands og Svíþjóðar í dag

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Að venju koma dómarar á Algarve Cup víða að en dómari í leik Íslands og Svíþjóðar í dag kemur frá Japan líkt og annar aðstoðardómaranna.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. 

Aðstæður eru góðar á leikstað, einhver gola en ekki eins hlýtt og í gær eða rétt um 10 gráður.

Þær Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir verða ekki á leikskýrslu í dag.  Þær eiga báðar við meiðsli að stríða og munu þær ekki koma við sögu í leiknum í dag.

Dómarar leiksins eru eftirfarandi:

Dómari:  Edsuku Fukano  Japan

Aðstoðardómari 1:  Faori Takahashi  Japan

Aðstoðardómari 2: Widiya Habibab Shamsuri  Malasíu

Fjórði dómari:  Eun Ah Hon  Suður Kóreu