Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 15:00 á morgun, miðvikudaginn 2. mars, en á sama tíma mætast hinar þjóðirnar í riðlinum, Kína og Danmörk.
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir
Vinstri bakvörður: Thelma Björk Einarsdóttir
Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Tengiliðir: Katrín Ómarsdóttir og Edda Garðarsdóttir
Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir