• fim. 17. feb. 2011
  • Fræðsla

KÞÍ fundar með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands
kthi_logo_new

Þann 24. febrúar næstkomandi mun KÞÍ halda fundi með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna.  Fundirnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst fundur þjálfara 5. flokks kvenna kl. 18:30 en fundur þjálfara 2. flokks karla hefst kl. 20:00.  Hér að neðan má sjá tilkynningar frá KÞÍ varðandi þessa fundi.

5. flokkur kvenna

KÞÍ stendur fyrir fundi með þjálfurum 5. flokks kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal fimmtudaginn 24. febrúar n.k.kl. 18.30.  Þar munu þjálfarar hjá 5. flokki kvenna mæta og ræða sameiginleg hagsmunamál.

Meðal málefna sem rædd verða á fundinum eru:

  • Fjöldi leikmanna og stærð vallar
  • Reglur (t.d.kasta/sparka frá marki)
  • Mótamál
  • Áherslur í þjálfun
  • Skipting liða – abcd lið…elið?

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Sigurðar Þóris Þorsteinssonar á netfangið: sigurdurth@bhs.is  eða í síma : 861 9401.

2. flokkur karla

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) stendur fyrir fundi með þjálfurum 2. flokks karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal fimmtudaginn 24. febrúar n.k. kl. 20.00  Þar munu þjálfarar hjá 2. flokki karla mæta og ræða sameiginleg hagsmunamál.

Meðal málefna sem rædd verða á fundinum eru:

  • Mótamál 2. flokks karla.  Er heppilegt að hafa þrjú aldursár í öðrum flokki ?  Eru aðrar lausnir ?
  • Samskipti meistaraflokksþjálfara og þjálfara í 2. flokki.  Hvor ræður?  Sami leikstíll ?
  • Hvernig fara menn að þegar þeir tilkynna þeim leikmönnum sem ekki er óskað í mfl árið eftir ? 
  • Eru menn búnir að undirbúa leikmenn fyrir þau skilaboð ?
  • Er unnið með væntingar ungra leikmanna ? útlönd, mfl í mínu félagi, mfl í öðru félagi.
  • Hvernig aðlaga þjálfarar leikmenn inn í mfl úr 2 fl ? sama álag ? væntingar ? kröfur ?
  • Forvarnarmál.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Sigurðar Þóris Þorsteinssonar á netfangið:  sigurdurth@bhs.is eða í síma : 861 9401.