KÞÍ fundar með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna
Þann 24. febrúar næstkomandi mun KÞÍ halda fundi með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna. Fundirnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst fundur þjálfara 5. flokks kvenna kl. 18:30 en fundur þjálfara 2. flokks karla hefst kl. 20:00. Hér að neðan má sjá tilkynningar frá KÞÍ varðandi þessa fundi.
5. flokkur kvenna
KÞÍ stendur fyrir fundi með þjálfurum 5. flokks kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal fimmtudaginn 24. febrúar n.k.kl. 18.30. Þar munu þjálfarar hjá 5. flokki kvenna mæta og ræða sameiginleg hagsmunamál.
Meðal málefna sem rædd verða á fundinum eru:
- Fjöldi leikmanna og stærð vallar
- Reglur (t.d.kasta/sparka frá marki)
- Mótamál
- Áherslur í þjálfun
- Skipting liða – abcd lið…elið?
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Sigurðar Þóris Þorsteinssonar á netfangið: sigurdurth@bhs.is eða í síma : 861 9401.
2. flokkur karla
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) stendur fyrir fundi með þjálfurum 2. flokks karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal fimmtudaginn 24. febrúar n.k. kl. 20.00 Þar munu þjálfarar hjá 2. flokki karla mæta og ræða sameiginleg hagsmunamál.
Meðal málefna sem rædd verða á fundinum eru:
- Mótamál 2. flokks karla. Er heppilegt að hafa þrjú aldursár í öðrum flokki ? Eru aðrar lausnir ?
- Samskipti meistaraflokksþjálfara og þjálfara í 2. flokki. Hvor ræður? Sami leikstíll ?
- Hvernig fara menn að þegar þeir tilkynna þeim leikmönnum sem ekki er óskað í mfl árið eftir ?
- Eru menn búnir að undirbúa leikmenn fyrir þau skilaboð ?
- Er unnið með væntingar ungra leikmanna ? útlönd, mfl í mínu félagi, mfl í öðru félagi.
- Hvernig aðlaga þjálfarar leikmenn inn í mfl úr 2 fl ? sama álag ? væntingar ? kröfur ?
- Forvarnarmál.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Sigurðar Þóris Þorsteinssonar á netfangið: sigurdurth@bhs.is eða í síma : 861 9401.