• fim. 17. feb. 2011
  • Lög og reglugerðir

Félög beðin um að hafa í huga bráðabirgðaákvæði varðandi félagaskipti

VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)
Sportmyndir_30P2235

Nú þegar keppni í Lengjubikarnum er að hefjast er rétt að minna félögin á bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Þetta er grein 3.6 og er bráðabirgðaákvæði fyrir keppnistímabilið 2011 sem samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ þann 20. janúar síðastliðinn.  Greinin er svohljóðandi:

Grein 3.6. (Bráðabirgðaákvæði fyrir keppnistímabilið 2011).

Leikmaður sem er handhafi keppnisleyfis sem tekur gildi 20 febrúar eða 21. febrúar 2011 hefur heimild til að taka þátt í deildarbikarkeppni KSÍ (Lengjubikarnum) með nýja félaginu frá og með þeim degi er keppnisleyfið er gefið út.

Greinargerð:

Af kunnum ástæðum hefst Íslandsmót karla nú fyrr en áður og af þeim sökum þarf að hefja leik í deildarbikarkeppni KSÍ (Lengjubikarnum) áður en félagaskiptagluggi opnar þann 21. febrúar.  Þeim félögum er leika í deildarbikarnum áður en félagaskiptaglugginn opnar 21. febrúar er með þessu gert kleift að leika með leikmenn sem hafa fengið útgefið keppnisleyfi sem tekur gildi 20. eða 21. febrúar 2011.  Rétt er að benda á að félagaskipti á milli landa sem fara í gegnum rafrænt félagaskiptakerfi FIFA (TMS) koma í veg fyrir að hægt sé að gefa út keppnisleyfi á viðkomandi leikmenn fyrr en 21. febrúar 2011.  Keppnisleyfi er þó hægt að gefa út fyrr á leikmenn sem hafa félagaskipti á milli landa og þurfa ekki að fara í gegnum rafrænt félagaskiptakerfi (TMS), s.s. áhugamenn.