• fös. 11. feb. 2011
  • Fræðsla

Ný iðkendakönnun FIFA í vinnslu

Merki FIFA
FIFA

FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) hefur hafið söfnun upplýsinga um iðkendur í knattspyrnu á heimsvísu og mun gefa út skýrslu 2012.  Þessi stóra talning iðkenda (FIFA Big Count) hefur farið tvisvar sinnum fram áður (2000 og 2006) og samkvæmt skýrslunni 2006 voru knattspyrnuiðkendur á heimsvísu 265 milljónir, eða um það bil 4% mannkyns (1 af hverjum 25). 

Aukningin í fjölda iðkenda milli 2000 og 2006 var 10% í heildina og þar af mikil aukning meðal kvenna (41%).  Flestir iðkendur voru í Asíu (85 milljónir) og næst kom Evrópa (62 milljónir)

Ýmsar upplýsingar úr skýrslunni er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan.  Ýmis áhugaverð tölfræði er í skjölunum undir tenglinum. 

FIFA Big Count 2006 

Til dæmis má nefna að árið 2006 voru 10% knattspyrnuiðkenda á heimsvísu konur.  Á Íslandi var það hlutfall 2006 um 23%, en í dag eru konur um 30% allra iðkenda hér á landi.

Afar fróðlegt verður að sjá hver breytingin verður á tölfræðinni milli 2006 og 2012.