Skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu
UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu. Skýrslan, sem nú er gefin út í þriðja sinn, er byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2009), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.
The European Club Footballing Landscape - Club Licensing Benchmarking Report Financial Year 2009
Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er uppbygging leyfiskerfa í aðildarlöndum UEFA, útgáfa þátttökuleyfa og ástæður synjana umsókna um þátttökuleyfi, mannvirkjamál, og ýmsar knattspyrnulegar upplýsingar. Meginhluti skýrslunnar fjallar þó um fjármál félaga (heildartölur landa).