• fim. 03. feb. 2011
  • Landslið

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2013 í dag

EM U21 landsliða karla
Under-21New

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Ísrael 2013.  Þjóðirnar verða 52 í hattinum og verða dregnar í 10 riðla.  Tveir riðlanna verða skipaðir 6 liðum og átta riðlar með 5 lið.  Þjóðunum er skipt í sex styrkleikaflokka og er Ísland í þriðja flokknum.

Siguvegarar riðlanna 10 komast svo í umspil ásamt þeim fjórum þjóðum sem verða með bestan árangur í öðru sæti.  Þessar fjórtán þjóðir leika svo í umspili um sjö sæti í úrslitakeppninni en gestgjafarnir, Ísrael, verða áttunda þjóðin í úrslitakeppninni.

Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA, www.uefa.com, og hefst drátturinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.