• mán. 31. jan. 2011
  • Fræðsla

Nokkur sæti laus til Englands með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands
kthi_logo_new

Vegna forfalla þá eru ennþá nokkur sæti laus í ferð á vegum norska Knattspyrnuþjálfarafélagsins til Englands.  Þeir sem áhuga hafa á að fara er bent á að hafa samband beint við Teddy Moen, tedmoen@online.no, sem allra fyrst.

KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í þjálfaraferð Norska Knattspyrnuþjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 10-13 febrúar næstkomandi.  Verð í ferðina er 99.000.- ISK þar sem innifalið er 3 stjörnu hótel, morgunverður á hóteli, námskeiðsgögn og leiðbeinendur, norskir og enskir.

Viðkomandi þarf sjálfur að koma sér til Liverpool frá Íslandi, annaðhvort með því að fljúga til Englands eða Skotlands eða hreinlega að fljúga til Kaupmannahafnar og slást þar í för með norska hópnum.

Nánari upplýsingar gefa Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ.