• fim. 27. jan. 2011
  • Landslið

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM U21 karla í Danmörku

UEFA EM U21 karla
uefa-u21-denmark-2011

Miðasala á leiki úrslitakeppni EM U21 karla er hafin en þar er Ísland á meðal átta þátttökuþjóða.  Mótið fer fram dagana 11. – 25. júní og leikur Ísland í A riðli.  Leikir A riðils fara fram í Árósum og Álaborg.

Hægt er að panta miða á leiki Íslands hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is fyrir 1. mars nk. til að tryggja miða. Upplýsingarnar sem fylgja þurfa pöntuninni eru:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Fjöldi miða
  • Flokkur miða
  • Greiðslukortanúmer og gildistími (hafið samband við Ragnheiði ef óskað er eftir öðrum greiðslumáta)
  • GSM númer

Þrjú miðaverð eru í boði: (sendingarkostnaður leggst ofan á miðaverð og er miðaverð háð því að ekki verði verulegar gengisbreytingar.  Athugið að ekki eru seldir sérstakir barnamiðar)

  • Flokkur 1:        kr. 4.600
  • Flokkur 2:        kr. 2.400
  • Flokkur 3:        kr. 1.200 (Fyrir aftan mörkin)

Leikir Íslands í riðlakeppninni eru eftirfarandi (Leiktímar eru á staðartíma):

  1. Laugardaginn 11. júní 18:00  Hvíta Rússland – Ísland   Árósum
  2. Þriðjudaginn    14. júní 18:00  Sviss – Ísland                    Álaborg
  3. Laugardaginn  18. júní 20:45  Ísland – Danmörk             Álaborg

Miðaverð á leiki í undanúrslitum (leikið í Viborg og Herning)  og á úrslitaleik (leikið í Árósum) eru eftirfarandi:

  • Flokkur 1:        kr. 5.800
  • Flokkur 2:        kr. 3.600
  • Flokkur 3:        kr. 1.800
  • Undanúrslit:  22. júní  Viborg kl. 18:00
  • Undanúrslit:  22. júní  Herning kl. 21:00
  • Úrslitaleikur:  25. júní  Árósum kl. 20:45