• þri. 25. jan. 2011
  • Leyfiskerfi

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.

  • Eins á síðasta ári tekur KSÍ yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2011 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA-bikarsins.  Þar með er ljóst að niður falla öll gjöld í jöfnunarsjóði sem gerð er krafa um í þátttökutilkynningum meistaraflokks á þessu ári sem og allar slíkar greiðslur til dómara af hálfu aðildarfélaga á vettvangi í þeim keppnum þar sem það fyrirkomulag hefur verið viðhaft.  Við þetta lækkar kostnaður félaganna um 30 milljónir króna.     
  • Framlag til þeirra 24 félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ í Pepsi-deild karla og 1. deild karla verður 500 þúsund krónur á hvert félag.  Framlagið verður greitt í tveimur hlutum, 250 þúsund 1. febrúar svo fremi sem félag hafi staðið í skilum á leyfisgögnum 15. janúar, og 250 þúsund 1. mars svo fremi sem félag hafi gert skil á fjárhagslegum gögnum 20. febrúar.