• mán. 10. jan. 2011
  • Landslið

Futsal landsliðið - Bláir unnu Hvíta í hörkuleik

Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal
Futsal-landslidsaefing

Á laugardaginn fór fram æfingaleikur hjá Futsallandsliði Íslands og var leikið á Ásvöllum.  Landsliðshópnum var skipt upp í tvö lið sem öttu kappi og úr varð hörkuleikur.  Fór svo að "Bláir" höfðu betur, skoruðu sjö mörk gegn sex "Hvítra".

Bláir byrjuðu betur og komust í 3 - 0 eftir átta mínútna leik.  Þeir höfðu svo undirtökin í hálflleiknum og leiddu í leikhléi, 5 - 2.  Hvítir komu heldur betur ákveðnir til síðari hálfleiks og þegar sjö mínútur lifði leiks höfðu þeir skorað fjögur mörk og komist yfir, 5 - 6.  En það var Guðmundur Steinarsson sem að tryggði sigur hjá Bláum með tveimur mörkum, að síðara hálfri mínútu fyrir leikslok.

Mörk Bláir:

  • Magnús Þorsteinsson 2
  • Guðmundur Steinarsson 2
  • Heimir Þór Ásgeirsson 2
  • Tryggvi Guðmundsson 1

Mörk Hvítir:

  • Bojan Stefán Ljubicic 3
  • Sigurður Gunnar Sævarsson 1
  • Aron Sigurðarson 1
  • Sjálfsmark

Ísland leikur svo í riðlakeppni á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Lettum, föstudaginn 21. janúar.  Armenar verða mótherjarnir 22. janúar og Grikkir mánudaginn 24. janúar.