• fös. 07. jan. 2011
  • Landslið

Æfingaleikur hjá landsliði Íslands í Futsal

Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal
Futsal-landslidsaefing

Íslenska landsliðið í Futsal undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppni EM sem fram fer hér á landi dagana 21. - 24. janúar.  Á morgun, laugardaginn 8. janúar, fer fram æfingaleikur hjá liðinu þar sem hópnum er skipt upp í tvö lið sem mætast á Ásvöllum kl. 17:15.

Willum Þór Þórsson, hefur verið með 24 leikmenn á æfingum síðust misseri.  Hefur hann haft valinkunna þjálfara sér til aðstoðar við þessar æfingar: Ásmund Arnarson, Ejub Purisevic, Zoran Daníel Ljubicic, Steinar Ingimundarson og Sævar Júlíusson markvarðaþjálfara.  Þessi þjálfarar verða honum einnig innan handar í leiknum á morgun.

Það er um að gera að mæta á Ásvelli og fylgjast með þessari skemmtilegu íþrótt.  Aðgangur er ókeypis og leikurinn hefst kl. 17:15.

Liðin eru þannig skipuð:

Lið 1 

Albert Sævarsson, ÍBV
Brynjar Gauti Guðjónsson, Víkingur Ólafsvík
Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV
Einar Hjörleifsson, Víkingur Ólafsvík
Guðmundur Steinarsson, Keflavík
Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík
Heimir Þór Ásgeirsson, Víkingur Ólafsvík
Illugi Þór Gunnarsson, Fjölnir
Magnús Þorsteinsson, Keflavík
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV
Þorsteinn Már Ragnarsson, Víkingur Ólafsvík
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV

Lið 2

Aron Sigurðarson, Fjölnir
Björn Bergmann Vilhjálmsson,Stordal
Bojan Ljubicic, Keflavík
Brynjar Kristmundsson, Víkingur Ólafsvík
Eyþór Ingi Júlíusson, Keflavík
Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir
Guðmundur Þórarinsson, ÍBV
Kolbeinn Kristinnsson, Fjölnir
Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík
Ottó Marínó Ingason, Fjölnir
Sigurður Sævarsson, Keflavík
Steinar Örn Gunnarsson, Fjölnir