Æfingaleikur hjá landsliði Íslands í Futsal
Íslenska landsliðið í Futsal undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppni EM sem fram fer hér á landi dagana 21. - 24. janúar. Á morgun, laugardaginn 8. janúar, fer fram æfingaleikur hjá liðinu þar sem hópnum er skipt upp í tvö lið sem mætast á Ásvöllum kl. 17:15.
Willum Þór Þórsson, hefur verið með 24 leikmenn á æfingum síðust misseri. Hefur hann haft valinkunna þjálfara sér til aðstoðar við þessar æfingar: Ásmund Arnarson, Ejub Purisevic, Zoran Daníel Ljubicic, Steinar Ingimundarson og Sævar Júlíusson markvarðaþjálfara. Þessi þjálfarar verða honum einnig innan handar í leiknum á morgun.
Það er um að gera að mæta á Ásvelli og fylgjast með þessari skemmtilegu íþrótt. Aðgangur er ókeypis og leikurinn hefst kl. 17:15.
Liðin eru þannig skipuð:
Lið 1
Albert Sævarsson, ÍBV |
Brynjar Gauti Guðjónsson, Víkingur Ólafsvík |
Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV |
Einar Hjörleifsson, Víkingur Ólafsvík |
Guðmundur Steinarsson, Keflavík |
Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík |
Heimir Þór Ásgeirsson, Víkingur Ólafsvík |
Illugi Þór Gunnarsson, Fjölnir |
Magnús Þorsteinsson, Keflavík |
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV |
Þorsteinn Már Ragnarsson, Víkingur Ólafsvík |
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV |
Lið 2
Aron Sigurðarson, Fjölnir |
Björn Bergmann Vilhjálmsson,Stordal |
Bojan Ljubicic, Keflavík |
Brynjar Kristmundsson, Víkingur Ólafsvík |
Eyþór Ingi Júlíusson, Keflavík |
Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir |
Guðmundur Þórarinsson, ÍBV |
Kolbeinn Kristinnsson, Fjölnir |
Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík |
Ottó Marínó Ingason, Fjölnir |
Sigurður Sævarsson, Keflavík |
Steinar Örn Gunnarsson, Fjölnir |