• mán. 03. jan. 2011
  • Leyfiskerfi

Leyfisgögn Breiðabliks komu milli jóla og nýárs

Breiðablik
Breidablik

Breiðablik skilaði fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 milli jóla og nýárs, nánar tiltekið þann 30. desember.  Um er að ræða gögn sem snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum, með lokaskiladegi 15. janúar.  Lokaskiladagur fjárhagslegra gagna er síðan 20. febrúar. 

Þar með hafa 7 félög í Pepsi-deild skilað leyfisgögnum, en enn er beðið eftir gögnum frá fyrsta 1. deildar félaginu.  Þau gögn sem skilað er fyrir 15. janúar snúa m.a. að mannvirkjum, lagalegum forsendum, uppeldi ungra leikmanna og menntun þjálfara.