• mán. 20. des. 2010
  • Landslið

Samningur endurnýjaður við Sigurð Ragnar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurdur_Ragnar_Eyjolfsson

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem landsliðsþjálfara A landsliðs kvenna og gildir samningurinn til ársloka 2012.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Sigurður Ragnar hefur stjórnað landsliðinu í 45 leikjum.  Í þessum leikjum hafa 24 leikir unnist, 5 leikjum hefur lyktað með jafntefli og tapleikirnir eru 16 talsins.

Fyrstu leikir Sigurðar Ragnars sem landsliðsþjálfara voru á Algarve Cup í marsmánuði 2007 en næstu verkefni landsliðsins eru einmitt á sama móti í mars 2011 en þá eru framundan leikir gegn Svíþjóð, Kína og Danmörku.

Knattspyrnusambandið fagnar þessum nýja samningi við Sigurð Ragnar og væntir mikils af hans störfum.