Karlalandsliðið í 112. sæti á FIFA-listanum
A-landslið karla fellur um tvö sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og endar því árið 2010 í 112. sæti. Frá upphafi hefur Ísland lægst verið númer 117 á listanum, en hæst í 37. sæti. Ef aðeins UEFA-þjóðir eru teknar með í reikninginn er íslenska liðið númer 45.
Heimsmeistarar Spánverja eru áfram efstir á listanum og Hollendingar og Þjóðverjar þar á eftir. Engar þjóðir komast inn á topp 10 milli mánaða og engar falla af topp 10. Hástökkvarar mánaðarins eru Kúbverjar.