• mið. 15. des. 2010
  • Leyfiskerfi
  • Fræðsla

Endurskoðendum félaga boðið til fundar 11. janúar

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið á fund um fjárhagshluta kerfisins.  Aðrir endurskoðendur, eða áhugasamir aðilar, eru jafnframt velkomnir.  Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 11. janúar.

Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs og stjórnarmaður í KSÍ mun fara stuttlega yfir grunnatriði leyfiskerfis KSÍ og endurskoðendurnir Björn Victorsson og Stefán Franklín munu fara ítarlega yfir fjárhagskafla leyfisreglugerðarinnar, þær reglur sem gilda og það vinnulag sem krafist er við undirbúning fjárhagslegra leyfisgagna.

Nánari upplýsingar um leyfiskerfið má finna hér á síðunni.