Hólmfríður verður í Hveragerði í dag
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur síðustu daga heimsótt félög á Suðurlandi og hitt þar káta knattspyrnukrakka. Hólmfríður verður í Hveragerði í dag og á morgun lýkur hún ferð sinni um Suðurlandið þegar hún heimsækir Eyrarbakka.
Hólmfríður hefur fengið frábærar móttökur á ferðum sínum og hafa krakkarnir verið ákaflega áhugasöm og spurt Hólmfríði margs. Hún hefur verið á æfingum með þeim og gefið þeim góð ráð í leiðinni.
Mynd: Hólmfríður í heimsókn í Þorlákshöfn