KSÍ kynnir Pro licence umsóknarferlið
KSÍ hélt kynningarfund í gær um Pro licence þjálfaranámskeiðið sem fer fram í Englandi. Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur og Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram voru viðstaddir fundinn og sögðu áhugasömum þjálfurum meðal annars frá sinni reynslu af því að taka þetta nám hjá enska knattspyrnusambandinu.
Það tekur 1 ár að ljúka náminu og er þessi þjálfaramenntun sú æðsta sem UEFA viðurkennir og veitir þjálfurum í raun rétt til að þjálfa hvaða lið sem er í hvaða deild sem er í Evrópu. KSÍ óskar Willum og Þorvaldi til hamingju með þennan mikilvæga áfanga á þeirra þjálfunarferli og hvetur aðra þjálfara til að feta í þeirra fótspor.
Allar nánari upplýsingar um Pro licence námskeiðið veitir fræðsludeild KSÍ og hér að neðan má sjá gögnin af fundinum en þar koma fram helstu upplýsingar sem nauðsynlegar eru að vita hvað varðar umsóknarferlið.