• mið. 01. des. 2010
  • Fræðsla

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun

Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift
Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift

Á  dögunum var haldin hér á landi Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun. Ráðstefnuna sóttu fræðslustjórar allra Norðurlanda auk annarra starfsmanna knattspyrnusambandanna sem koma að einhverju leyti að þjálfaramenntun í sínu heimalandi.

Ráðstefna að þessu tagi er haldin einu sinni á ári og skiptast löndin á að halda ráðstefnuna. Að þessu sinni var það í höndum KSÍ en ráðstefnan á næsta ári verður haldin í Noregi í september 2011. Samstarf Norðurlandaþjóðanna í þjálfaramenntunarmálum hefur verið gott í gegnum tíðina og ráðstefna af þessu tagi hefur klárlega stuðlað að góðu sambandi og samstarfi.

Að þessu sinni kynntu þjóðirnar nýjungar í þjálfaramenntun í sínu landi. Auk þess sköpuðust góðar og líflegar umræður um hugsanlegt samstarf Norðurlandanna í tengslum við Evrópukeppni U21 sem haldin verður í Danmörku á næsta ári, markmannsþjálfun, UEFA A Youth þjálfaranámskeið, samstarf knattspyrnusambanda við háskóla, endurmenntun á UEFA B, UEFA A og UEFA Pro þjálfaragráðum o.fl.

Þátttakendur á Norðurlandaráðstefnunni að þessu sinni voru sem hér segir:

Danmörk:

Poul Gilling og Peter Rudbæk.

Finnland:

Kari Ukkonen, Pekka Clewer og Sanna Pirhonen.

Færeyjar:

Petur Simonsen og Rúni Heinesen.

Noregur:

Dag Riisnæs, Jan Roar Saltvik, Jarl Torske og Arne Erlandsen.

Svíþjóð:

Per Widén, Stefan Hjelmberg og Johan Fallby.

Ísland:

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Arnar Bill Gunnarsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson, auk þess sem Ragnhildur Skúladóttir, formaður fræðslunefndar KSÍ, Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ, og Ólafur Kristjánsson, kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ, heimsóttu ráðstefnuna.