• mið. 01. des. 2010
  • Fræðsla

Kynningarfundur á Pro Licence náminu 6. desember

58 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráður
UEFA_A_thjalfarar_vid_utskrift

Líkt og í fyrra býðst KSÍ A/UEFA A þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi.  Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu.

 
KSÍ er heimilt að senda tvær umsóknir til Englands en enska knattspyrnusambandið mun velja inn á námskeiðið um miðjan janúar.  Kynningarfundur verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 6. desember kl. 12:10-13:00.  Á fundinum verður sagt frá Pro Licence náminu, kynning á umsóknarferlinu og tækifæri til að spyrja spurninga um námið.
 
Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.