• fös. 26. nóv. 2010
  • Landslið

Samstarfssamningur KSÍ og SpKef undirritaður

Frá undirritun samstarfssamnings Sparisjóðs Keflavíkur og KSÍ.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn
Sparisjodur-undirritun

Knattspyrnusamband Íslands og Spkef Sparisjóðurinn í Keflavík undirrituðu á föstudag samkomulag um samstarf til næstu þriggja ára (2011-2013).  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson Sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn, en í honum felst stuðningur Sparisjóðsins við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Samningurinn er liður í endurskipulagningu á samfélagsstuðningi Sparisjóðsins og ber vitni um vilja bankans til að styðja knattspyrnuhreyfinguna. Þá mun samstarfið einnig styrkja innviði sparisjóðsins.

Sparisjóðurinn í Keflavík verður því í lykilhlutverki sem einn af aðalsamstarfsaðilum KSÍ næstu þrjú árin  ásamt fjórum öðrum aðilum en fyrir eru Icelandair, Coca Cola, Íslenskar getraunir og Borgun    Alltaf í boltanum með KSÍ.

Frá undirritun samstarfssamnings Sparisjóðs Keflavíkur og KSÍ. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn