• þri. 23. nóv. 2010
  • Fræðsla

Súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember

IMG_4047
IMG_4047

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember. Að þessu sinni mun Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, halda erindi um börn með sérþarfir.

Í dag er töluverður fjöldi barna með sérþarfir og þurfa sérstaka aðstoð og umhyggju til að geta tekið þátt í fótbolta. Þjálfarar þurfa að vera vel undirbúnir til að taka á móti og vinna með öllum börnum, þar á meðal börnum með sérþarfir. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað það er sem börn með sérþarfir, eins og athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, þurfa á að halda í fótboltanum til að allt gangi vel og þeim líði vel.

Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

Þessi fjórði fræðslufundur verður haldinn mánudaginn 29. nóvember klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. 

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.