Styrkleikalisti FIFA - Karlarnir standa í stað
Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað. Ísland er í 110. sæti listans. Sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans en engar breytingar eru á níu efstu sætum listans.
Af mótherjum Íslands í undankeppni EM er Portúgal í 8. sæti, Noregur í 12. sæti, Danmörk í 27. sæti og Kýpur í 93. sæti listans.