• þri. 16. nóv. 2010
  • Fræðsla

Mikið um að vera í fræðslumálum þjálfara um síðustu helgi

Þjálfari að störfum
lidsheild4
Mikið var um að vera í fræðslumálum fyrir þjálfara um síðustu helgi en á föstudaginn var í fyrsta sinn haldin ráðstefna um þjálfun barna og á laugardaginn hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands upp á 40 afmæli með ráðstefnu um daginn og afmælisveislu um kvöldið.
 
90 manns sóttu ráðstefnuna um þjálfun barna en á henni voru erindi frá Ian Bateman, tækniþjálfara hjá enska knattspyrnusambandinu, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, fræðslustjóra KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, Hákoni Sverrissyni og Sverri Óskarssyni, þjálfurum hjá Breiðabliki. Ian Bateman fór svo í vetrarparadísina á Akureyri á laugardeginum og hélt námskeið um þjálfun barna þar í bæ.
 
Álíka fjöldi kom á afmælisráðstefnu KÞÍ og hlýddi mannskapurinn á fyrirlestra frá Sigurði Ragnari, Michael Köllner sem á sæti í fræðslunefnd þýska knattspyrnusambandsins og Hollendingnum Raymond Verheijen sem er einn fremsti þrekþjálfari heimsins í dag.
 
Allir þessir viðburðir töldu sem endurmenntun fyrir þá þjálfara sem eru með KSÍ B (UEFA B) og KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu og óhætt er að segja að margir hafi nýtt tækifærið og klárað þá endurmenntun sem krafist er.
 
Listi yfir KSÍ A og UEFA A þjálfara og upplýsingar um gildistíma réttinda þeirra er að finna hér fyrir neðan auk þess sem við viljum benda á reglur KSÍ um endurmenntun á áðurnefndum þjálfaragráðum.