• mán. 15. nóv. 2010
  • Leyfiskerfi

Leyfisferlið fyrir 2011 hafið

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Samkvæmt Leyfisreglugerð KSÍ er hér með tilkynnt að leyfisferlið fyrir 2011 er hafið.  MInnt er á að ný reglugerð hefur verið tekin til notkunar og verða breytingar milli ára kynntar á fundi formanna og framkvæmdastjóra á laugardag.

Leyfisreglugerðin

Í Leyfisreglugerðinni er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um allar forsendur sem þarf að uppfylla, kynnið ykkur reglugerðina vel.

Trúnaður

KSÍ er bundið trúnaði gagnvart leyfisumsækjendum og er ekki heimilt að gefa upp neinar upplýsingar úr leyfisgögnum leyfisumsækjenda, skv. trúnaðaryfirlýsingu þar um.  Allir aðilar sem koma að leyfiskerfinu fyrir hönd KSÍ hafa undirritað slíka trúnaðaryfirlýsingu.

Lykildagsetningar

Skil á gögnum, öðrum en fjárhagslegum, eigi síðar en 15. janúar.
Fjárhagslegum gögnum skilað eigi síðar en 20. febrúar.
Ársreikningur verður því að vera staðfestur af aðalfundi í síðasta lagi 20. febrúar.

Fjárhagsleg leyfisgögn – FLG

Hvert félag þarf fulla áritun endurskoðanda á ársreikning sinn, eins og áður.  Hvert félag þarf einnig að láta endurskoðanda ársreikningsins útbúa FLG, samkvæmt viðmiðunarreglum leyfisreglugerðarinnar, og byggja gögnin á endurskoðuðum ársreikningi.

Leyfisvefurinn á ksi.is

Á vef KSÍ er sérstakur Leyfisvefur þar sem finna má allar helstu upplýsingar, eyðublöð og gátlista, reglugerðina sjálfa, o.s.frv.  Tengill á vefinn er ofarlega á ksi.is (smellið á Leyfiskerfi). Slóðin er annars þessi:  http://www.ksi.is/leyfiskerfi/

Aðstoð á skrifstofu KSÍ

Leyfisstjóri verður til taks á skrifstofu KSÍ ef spurningar vakna.  Hlutverk leyfisstjóra í þessu ferli er að halda utan um kerfið og aðstoða félögin við að útbúa leyfisumsókn.  Ef leyfisstjóri kemur auga á eitthvað sem hann telur að gæti komið í veg fyrir veitingu þátttökuleyfis mun hann vinna með viðkomandi félagi að úrlausn málsins.

Skjöl á leyfisvefnum

Öll nauðsynleg skjöl er að finna á leyfisvefnum á ksi.is.  Heiti skjalanna eru hluti af skjalastýringu Leyfiskerfisins og á sumum stöðum í gátlista yfir allar forsendur má sjá tilvísanir í ákveðin skjöl.  Þessi skjöl má sækja á Leyfisvefinn.