U21 karla - Ísland leikur í Álaborg og Árósum
Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku, dagana 11. – 25. júní. Ísland er í A riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta Rússlandi.. Leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum.
Leikir Íslands í riðlinum eru sem hér segir:
- Laugardagur 11. júní Hvíta Rússland - Ísland Árósum
- Þriðjudagur 14. júní Sviss - Ísland Álaborg
- Laugardagur 18. júní Ísland - Danmörk Álaborg
Í B riðli leika: Tékkland, England, Spánn og Úkraína og fara leikir þess riðils fram í Viborg og Herning.
Það er ljóst að fjölmargir Íslendingar, bæði hér á landi sem og sem búsettir eru á Norðurlöndunum, hafa hug á því að fylgja íslenska liðinu til Danmerkur.
Þá er bara að byrja að skipuleggja!