A landslið karla - Steinþór og Stefán Logi inn í hópinn
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra, 17. nóvember næstkomandi. Þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Stefán Logi Magnússon koma inn í hópinn. Koma þeir í stað Rúriks Gíslasonar og Árna Gauts Arasonar sem þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.