• fös. 05. nóv. 2010
  • Landslið

Willum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal

Willum Þór Þórsson
Willum-Thor

Í dag var gengið frá ráðningu Willums Þórs Þórssonar sem landsliðsþjálfara Íslands í Futsal.  Ísland sendir í fyrsta skiptið landslið til keppni í Futsal og leikur í undankeppni Evrópumóts landsliða.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum, dagana 21. - 24. janúar.  Með Íslandi í riðli leika Grikkland, Armenía og Lettland.

Ráðning Willums er fram yfir þetta verkefni landsliðsins eða til 1. febrúar 2011.  Það er mikil ánægja að fá Willum til þessa starfa enda gríðarlega reynslumikill þjálfari sem hefur einnig sýnt Futsal mikinn áhuga.  Hann stýrði Val til sigurs í Íslandsmótinu 2008 og Keflavík í byrjun þessa árs.  Þá stýrði hann Keflavík í Evrópukeppni félagsliða í Futsal í ágúst á þessu ári en riðill Keflavíkur var leikinn á Ásvöllum.

VIð bjóðum Willum velkominn til starfa.