Dómararnir komnir á fulla ferð
Íslenskir dómarar hafa hafið undirbúning sinn fyrir næsta keppnistímabil en formlegar æfingar hófust nú 1. nóvember. Líkt og áður eru KSÍ og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi varðandi þjálfun og undirbúning dómara og er mikil ánægja með þetta samstarf.
Egill Eiðsson er yfirþjálfari dómaranna og auk þess koma kennarar og nemendur úr HR að þessu verkefni. Á fyrstu æfingunni voru dómararnir mældir hátt og langt þar sem þeir voru m.a. þolmældir, styrkleikamældir og liðleikamældir.
Hér að neðan má sjá myndir frá fyrstu æfingunni og má m.a. sjá á efstu myndinni þá þjálfara og kennara sem koma að þjálfun dómaranna.