Kristinn dæmir á Írlandi
Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi. Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Leikurinn fer fram á Aviva vellinum í Dublin.
Þetta er alþjóðlegur leikdagur en sama dag mætir Ísland Ísrael í Tel Aviv.