• mán. 01. nóv. 2010
  • Fræðsla

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 5.-7. nóvember

Þjálfari að störfum
coaching1

Helgina 5.-7. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Þátttökugjald á námskeiðið er 20.000 krónur. Dagskrá námskeiðsins er hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Vakin er sérstök athygli á því að tíminn Hagnýt sjúkraþjálfun - Teipingar o.fl. verður á fimmtudagskvöldinu í Orkuhúsinu. Þeir sem búa úti á landi og komast ekki í tímann á fimmtudeginum munu ekki fá merkta við sig fjarvist.

Skráning á KSÍ V námskeiðið er hafin og geta áhugasamir skráð sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í 510-2977. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu: nafn, kennitala, símanúmer, tölvupóstfang og félag.

ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ KSÍ V 

5.-7. nóvember 2010

Námskeiðið fer fram í Fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli 3.hæð

Þjálfun afreksæsku og meistaraflokks

Dagskrá

Fimmtudagur í sal Orkuhússins á 5. hæð, Suðurlandsbraut 34

20.00-20.40    Hagnýt sjúkraþjálfun - Teipingar o.fl. - FEJ - bóklegt

20.40-21.20    Hagnýt sjúkraþjálfun - Teipingar o.fl. - FEJ - verklegt

Ath. Þeir sem komast ekki í þennan tíma fá gögnin samt afhent.

Föstudagur, Fræðslusetur KSÍ á Laugardalsvelli 3. hæð

14.30-15.10    Setning - SRE - UEFA A þjálfaragráða KSÍ -skipulag o.fl.- SRE - bóklegt

15.10-15.50    Knattspyrnulögin - Áhersluatriði fyrir þjálfara - MMJ - bóklegt

15.50-16.30    Knattspyrnulögin - Umræður/umdeild atvik - MMJ - bóklegt

16.40-17.20    Næringarfr. -Bætiefni/fæðubótarefni -afkastaaukandi?-FRÞ - bóklegt

17.20-18.00    Næringarfr. -Bætiefni/fæðubótarefni -afkastaaukandi?-FRÞ - bóklegt

18.00-18.40    Lyfjamisnotkun - Lyf á bannlista - SS - bóklegt

Laugardagur, Fræðslusetur KSÍ á Laugardalsvelli 3. hæð          

9.00-9.40        Þjálffræði - Mælingar í knattspyrnu -    JG - bóklegt

9.40-10.20      Þjálffræði - Mælingar í knattspyrnu -    JG - verklegt           

10.30-11.10    Þjálffræði - Mælingar í knattspyrnu -    JG - verklegt

11.10-11.50    Þjálffræði - Mælingar í knattspyrnu -    JG - bóklegt

12.00-12.40    Þjálffræði - Mælingar í knattspyrnu -    JG - bóklegt

12.40-13.20    Matarhlé

13.20-14.00    Þjálffræði - Þjálfun með púlsklukkur    - ÖÓ - bóklegt

14.00-14.40    Þjálffræði - Þjálfun með púlsklukkur    - ÖÓ - bóklegt

14.50-15.30    Þjálffræði - Þjálfun með púlsklukkur    - ÖÓ - verklegt

Sunnudagur, Fræðslusetur KSÍ á Laugardalsvelli 3. hæð

9.00-9.40        Markvarsla - Þjálfun markvarða - GH - bóklegt

9.40-10.20      Markvarsla - Þjálfun markvarða - GH - bóklegt

10.30-11.10    Markvarsla - Þjálfun markvarða - GH - bóklegt

11.10-11.50    Matarhlé

11.50-12.30    Kennsla á þjálfaraforritinu Homeground - ÁH - bóklegt

12.30-13.10    Kennsla á þjálfaraforritinu Homeground - ÁH - bóklegt

13.20-14.00    Æfingasafn - hópvinna - ÁH - verklegt

14.00-14.40    Æfingasafn - hópvinna - ÁH -

14.40-14.50    Námskeiðsmat og námskeiðsslit

Kennarar: Magnús Már Jónsson (MMJ), Örn Ólafsson (ÖÓ), Fríða Rún Þórðardóttir, (FRÞ), Friðrik Ellert Jónsson (FEJ), Skúla Skúlason (SS), Janus Guðlaugsson (JG), Guðmundur Hreiðarsson (GH), Ásmundur Haraldsson (ÁH), Sigurður Ragnar Eyjólfsson (SRE).

Námskeiðsstjórar: Dagur Sveinn Dagbjartsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Námskeiðið kostar 20.000 krónur. 

Þátttakendur eru minntir á að taka með sér fartölvur alla dagana sé þess nokkur kostur.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt því þarf að hafa með sér íþróttadót og hlaupaskó.