• mán. 01. nóv. 2010
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss

Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss
Core-domarar

Þrír íslenskir dómarar eru þessa dagana í Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara.  Þetta er nýtt verkefni á vegum UEFA og kallast  “CORE” (Centre Of Refereeing Excellence)  Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25. - 30 ára.  Íslendingarnir sem eru nú í Sviss á þessu námskeiði eru:  dómarinn Gunnar Jarl Jónsson og aðstoðardómararnir, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.

Verða þeir í tvær vikur í Sviss við þjálfun og kennslu sem og þeir starfa við dómgæslu í deildarkeppni í Sviss.  Þeir munu svo sækja annað námskeið í júní á næsta ári.