• þri. 26. okt. 2010
  • Landslið

U19 karla - Tap gegn Tyrkjum í síðasta leik

UEFA EM U19 karla
U19_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

Strákarnir í U19 töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en riðill þeirra var leikinn í Wales.  Síðasti leikurinn var gegn Tyrkjum sem að fóru með sigur af hólmi, 2 - 1.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti og komast ekki áfram í milliriðla.

Fyrir leikinn var ljóst að sigur mundi tryggja íslenska liðinu sæti í milliriðlum.  Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en Kristján Gauti Emilsson kom Íslendingum yfir eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik.  Tyrkir jöfnuðu á 57. mínútu og aðeins mínútu síðar fékk Tómas Guðmundsson að líta rauða spjaldið og íslenska liðið lék því manni færri sem eftir lifði leiks.  Strákarnir gáfust þó ekki upp og lögðu allt í sölurnar til þess að tryggja sigurinn.  Það tókst ekki og þegar fjórar mínútur höfðu verið leiknar í uppbótartíma skoruðu Tyrkir sigurmarkið og tryggðu sér efsta sætið í riðlinum.

Wales og Kasakstan gerðu jafntefli, 1 - 1, í hinum leik riðilsins og voru það því heimamenn í Wales og komust áfram með Tyrkjum.

Lokastaðan í riðlinum