Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 10 sæti
Á nýútgefnum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun, fellur karlalandsliðið um 10 sæti og er nú í 110. sæti listans. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans og í öðru sæti eru Hollendingar.
Af mótherjum Íslendinga í undankeppni EM er það að frétta að Portúgal er í 8. sæti, Noregur í 13. sæti, Danmörk í 27. sæti og Kýpur er í 88. sæti og falla þeir niður um 45 sæti.