Portúgalar höfðu betur í Laugardalnum
Íslendingar biðu lægri hlut gegn Portúgölum á Laugardalsvelli í kvöld en leikið var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 1 - 3 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið 1 - 2 í leikhléi. Það var Heiðar Helguson sem að skoraði mark Íslendinga með skalla og jafnaði þá metin, 1 - 1.
Portúgalar fengu óskabyrjun því að þeir opnuðu leikinn með marki beint úr aukaspyrnu strax á þriðju mínútu. Heiðar Helguson skallaði þá boltann í markið eftir hornspyrnu Indriða Sigurðssonar, sem hélt upp á afmælisdag sinn í dag. Gestirnir komust hinsvegar aftur yfir 10 mínútum síðar með þrumuskoti af löngu færi.
Íslensku strákarnir héldu því til búningsherbergja til leikhlés einu marki undir en aðeins eitt mark kom í síðari hálfleiknum. Þar voru gestirnir á ferð á 72. mínútu með marki af stuttu færi.
Íslenska liðið spilaði leikinn ágætlega á köflum þó svo að gestirnir réðu ferðinni lengst af. Baráttan var til fyrirmyndar og liðin fékk góð sóknarfæri, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Stjörnuprýtt lið Portúgala var vissulega erftt viðureignar en þurfti að hafa fyrir hlutunum í kvöld.
Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins á þessu ári í undakeppni EM en næsti leikur er gegn Kýpur, ytra, laugardaginn 26. mars á næsta ári. Kýpverjar töpuðu einmitt gegn Dönum á Parken í kvöld, 2 - 0.