Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Keflavík
Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Aftureldingar gegn Keflavík vegna leiks í eldri flokki karla (+30). Afturelding taldi lið Keflavíkur hafa verið ólöglega skipað í leiknum. Nefndin féllst á kröfur kæranda. Úrskurðarorðin eru þannig:
Úrslitum í leik í Aftureldingar og Keflavíkur í Íslandsmóti eldri flokkur karla 30+ sem fram fór 19. september s.l. á Varmárvelli kl. 20.00 er breytt og Aftureldingu dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Keflavík greiði kr. 30.000 í sekt til KSÍ .