• fös. 08. okt. 2010
  • Fræðsla

Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum

Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum á bleika daginn
IMG_0025a

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er föstudagurinn 8. október sérstakur Bleikur dagur, þar sem fólk er hvatt til að klæðast bleiku og vekja þannig athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini og til að efla sölu á Bleiku slaufunni, sem seld er til styrktar þessari baráttu.  Starfsfólk KSÍ lét sitt ekki eftir liggja í þessu og skartaði fagurbleikum fatnaði við dagleg störf.  Menn áttu mis auðvelt með að finna bleikt í fataskápnum, en sumir áttu fullt af svoleiðis og jafnvel bleika sokka!