Sigrar hjá Portúgal og Noregi í undankeppni EM 2012
Íslenska karlalandsliðið sat hjá í umferð í undankeppni EM 2012 sem leikin var á föstudagskvöld. Tveir leikir fóru fram í riðlinum. Norðmenn eru enn með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Kýpverjum á Kýpur og Portúgalar unnu sinn fyrsta sigur í keppninni þegar þeir lögðu Dani með þremur mörkum gegn einu, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Paulo Bento.
Eins og kunnugt er mætast Ísland og Portúgal í þessum riðli á þriðjudag. Leikurinn fer fram á troðfullum Laugardalsvelli og hefst kl. 19:45.