• fös. 08. okt. 2010
  • Landslið
  • Fræðsla

Bleik vesti á æfingu karlalandsliðsins

Bjössi Gunn liðsstjóri A landsliðs karla með bleiku vestin
a-karla-2010-fyrir-portugal-003

A landslið karla kom saman í dag á fyrstu æfingunni fyrir leikinn við Portúgal í undankeppni EM 2012, en eins og kunnugt er mætast liðin á Laugardalsvelli á þriðjudag.  KSÍ tekur virkan þátt í árveknisátakinu gegn brjóstakrabbameini - Bleiku slaufunni.  Í dag, föstudag, er sérstakur bleikur dagur í tengslum við þetta átak og að sjálfsögðu hafði hinn fagurlimaði liðsstjóri landsliðsins, Björn Ragnar Gunnarsson gert ráð fyrir því í sínum undurbúningi.  Vestin á æfingunni voru í bleikum lit!