• fim. 07. okt. 2010
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Skotum

Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010
Isl-Thys_U21_2010_008

 

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í kvöld á Laugardalsvelli kl. 19:00.  Þetta er fyrri umspilsleikur um sæti í úrslitakeppni EM U21 sem fer fram í Danmörku á næsta ári.  Seinni leikurinn fer svo fram í Edinborg, mánudaginn 11. október.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Skúli Jón Friðgeirsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Eggert Gunnþór Jónsson

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Bjarni Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason

Hægri kantur: Gylfi Þór Sigurðsson

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Fyrir utan hópinn í dag verða þeir: Rúrik Gíslason, Kristinn Steindórsson, Andrés Már Jóhannesson og Elfar Helgason