• fim. 07. okt. 2010
  • Fræðsla

Arna Ýr aðstoðar á skrifstofu KSÍ

Arna og Ragnheiður Elíasdóttir starfsmaður KSÍ eru miklir félagar
fb-002

Arna Ýr Jónsdóttir er nemandi á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en brautin býður upp á fjögurra ára framhaldsnám fyrir nemendur með sérþarfir sem lokið hafa grunnskólanámi.  Starfsnámið er verklegt nám og tengist hinum ýmsu námsgreinum brautarinnar og vinnustöðum á Reykjavíkursvæðinu.  Nemendurnir eru á  þriðja og fjórða ári þegar þeir fara í starfsnám og er mikil áhersla lögð á að velja starfsnámsstaði út frá áhugasviði þeirra.

Arna Ýr hefur mjög mikinn áhuga á fótbolta og óskaði eindregið eftir því að komast í starfsnám til KSÍ.  Hún hefur aðstoðað við ýmis störf á skrifstofunni og mun halda því áfram út önnina.  Nánari upplýsingar um starfsnámið má finna hér:  http://www.starfsbraut.is/

Arna heldur úti bloggsíðu og hefur þetta að segja um Sigga Ragga þjálfara A-landsliðs kvenna: „Ég sé mig í framtíðinni vinna hjá KSÍ sem aðstoðarkona Sigga Ragga. Ég hef mínar skoðanir um leikkerfið hjá Sigga Ragga kvennalandsliðsþjálfara. Hann er toppmaður aðalmaðurinn sem er að þjálfa stelpurnar.“

http://arnayr.blogg.is/