• þri. 05. okt. 2010
  • Fræðsla

Bleika slaufan í 11. skiptið

Bleika slaufan 2010
bleika-slaufan-2010-500x218

Eins og glöggir lesendur heimasíðu KSÍ hafa tekið eftir, og jafnvel nokkrir fleiri, hefur forsíðan aðeins breytt um lit.  Bleikur litur ræður þar nú ríkjum en ástæðan er sú að vekja athygli á bleiku slaufunni sem er nú í sölu.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Styðjið baráttuna gegn krabbameinum og hafið slaufuna ykkar sýnilega í októbermánuði.

Slaufan kostar 1.500 krónur og er hönnuð af Ragnheiði I. Margeirsdóttur vöruhönnuði sem vann samkeppni Bleiku slaufunnar í ár. Innblástur er sóttur í  þjóðleg klæði formæðra okkar, íslenska þjóðbúninginn og það sem honum fylgir.

Við hvetjum alla til þess að styðja við þetta þarfa verkefni Krabbameinsfélagsins.

SÖLUAÐILAR BLEIKU SLAUFUNNAR

Bleika slaufan kostar aðeins 1.500 krónur og verður til sölu dagana 1.-15. október hjá eftirtöldum söluaðilum sem selja slaufuna án álagningar.
 
APÓTEK:
Apótekarinn, Apótekið, Lyf og heilsa, Lyfja, Reykjavíkurapótek, Skipholtsapótek, Heilsuhúsið og Lyfjaval.
VERSLANIR OG AFGREIÐSLUSTÖÐVAR:
Frumherji, Pósturinn, Eirberg, Eymundsson, Penninn, Leonard, Islandia, Griffill, Nóatún, Þín verslun (Miðbúðin og Melabúðin), Samkaup (Strax, Úrval, Nettó, Kaskó, Krambúðin og Hyrnan), Krónan, Kjarval, 11-11, Besta, Blómahönnun, Garðheimar, Debenhams, Útilíf (Glæsibæ, Kringlunni og Holtagörðum), Hagkaup (Kringlunni, Garðabæ og Skeifunni) og Olísstöðvar um land allt. 
Á NETINU:
 
LEIGUBIFREIÐAR:
Hreyfill
 
KAFFIHÚS:
Kaffiheimur, Kaffitár og Te & kaffi
 
DREIFINGARAÐILAR:
Margt Smátt (sími 585-3500) og Parlogis (sími 590-0200) og Krabbameinsfélagið (540-1900).

Silfurútgáfa

Einnig er Leonard í Kringlunni, Smáralind og Leifsstöð með til sölu silfurútgáfu af slaufunni. Hana er hægt að fá sem hálsmen eða sem nælu á krónur 9.500 krónur