Íslenski hópurinn er mætir Portúgal
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Portúgölum í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 12. október og hefst kl. 19:45. Ólafur velur 22 leikmenn í hópinn.
Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni og hafa þeir báðir tapast naumlega, gegn Noregi 1 - 2 og gegn Dönum 1 - 0. Portúgalar hafa eitt stig í riðlinum eftir tvö leiki. Þeir gerðu jafntefli gegn Kýpur á heimavelli, 4 - 4 en töpuðu gegn Norðmönnum á útivelli, 1 - 0. Portúgal mætir svo Dönum í Portúgal fjórum dögum fyrir leikinn gegn Íslendingum, 8. október.
Þetta er í þriðja skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliðum karla en Portúgal hefur haft betur í bæði skiptin hingað til. Þeir leikir voru í undankeppni Ólympíuleikanna 1988. Þjóðirnar mættust í Portúgal í október 1987 og höfðu heimamenn þá betur, 2 – 1. Leikið var svo á Laugardalsvelli í maí 1988 og höfðu gestirnir betur, 0 – 1.