• þri. 28. sep. 2010
  • Landslið

U21 karla - Hópurinn fyrir Skotaleikina tilkynntur

Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010
Isl-Thys_U21_2010_008

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Skotum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.  Eyjólfur velur 23 leikmenn í hópinn en fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 7. október og sá síðari í Edinborg 11. október.

Hópurinn

Sigurvegari þessarar viðureignar tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM u21 sem fer fram að þessu sinni í Danmörku 11. - 25. júní á næsta ári.

Miðasala á leikinn er þegar hafinn en leikurinn á Laugardalsvelli hefst kl. 19:00, fimmtudaginn 7. október.

Það má búast við tveimur hörkuleikjum á milli þessara þjóða og getur stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli skipt sköpum.

Styðjum okkar stráka - Áfram Ísland