• lau. 25. sep. 2010
  • Landslið

U17 kvenna - Stelpurnar tryggðu sér toppsætið

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu
Byrjunarlidid-gegn-Bulgariu

Stelpurnar í U17 tryggðu sér í dag toppsætið í riðli sínum í undankeppni EM og þar með sæti í milliriðlum.  Þær lögðu Ítali örugglega í lokaleiknum 5 - 1 eftir að hafa leitt í leikhléi, 2 - 1.  Aldís Kara Luðvíksdóttir skoraði fjögur mörk og Telma Þrastardóttir eitt.

Leikið var í Búlgaríu við mjög góðar aðstæður.

Stelpurnar fengu því fullt hús stiga í riðlinum, skoruðu 29 mörk og fengu einungis á sig eitt mark.  Leikið verður í milliriðlum á vormánuðum á næsta ári en dregið verður í riðlana nú í nóvember.

Þetta er glæsilegur árangur hjá þessu skemmtilega liði og verður gaman að fylgjast með þeim í milliriðlunum á næsta ári.

Til hamingju stelpur!

Leikskýrsla