• fim. 23. sep. 2010
  • Landslið

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Skotland

Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum
Isl-Thys_U21_2010_007

 

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands en þetta er fyrri leikurinn í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 19:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og því frjálst sætaval.

Frábær árangur strákanna í U21 landsliðinu hefur ekki farið framhjá neinum en liðið á nú möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Framundan eru tveir leikir við Skota sem skera út um það hvort liðið kemst áfram.

Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik, mikilvægt er að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum því erfiður útileikur er svo framundan í Edinborg, mánudaginn 11. október.  Strákarnir eiga svo sannarlega stuðninginn skilið, fjölmennum í Laugardalinn og látum vel í okkur heyra.

Styðjum strákana okkar!  Áfram Ísland!

Miðasala Ísland - Skotland U21 karla